Lög ÁLKA

Lög Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar samþykkt vorið 1991,
breytt á aðalfundi 16. apríl 1996 (5. grein),
breytt á aðalfundi 19. mars 2009 (allar greinar nema 2. grein),
breytt á aðalfundi 28. febrúar 2019 (5. grein)
breytt á aðalfundi 1. febrúar 2024 (5. grein)
1. grein. Félagið heitir Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar, skammstafað Á.L.K.A.

2. grein. Markmið félagsins er að glæða áhuga og auka þekkingu félagsmanna á ljósmyndun með fundarhöldum og vinnuaðstöðu.

3. grein. Félagsmaður getur hver sá orðið sem æskir þess og greiðir félagsgjald. Greiði félagsmaður ekki félagsgjald í tvö ár í röð fellur hann sjálfkrafa af félagaskrá.

4. grein. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum: Formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum. Skulu þeir kosnir á aðalfundi félagsins til tveggja ára í senn. Ekki mega fleiri en þrír stjórnarmenn ganga úr stjórn á milli ára. Stjórnin skiptir með sér verkum.

5. grein. Aðalfund skal halda árlega fyrir febrúarlok og skal hann boðaður með minnst tíu daga fyrirvara. Tillögur stjórnar til lagabreytinga skulu kynntar í fundarboði. Tillögur til lagabreytinga frá félagsmönnum skulu hafa borist stjórninni skriflega, eigi skemur en fimm dögum fyrir aðalfund. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Allir skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi. Aðalfundur skal ákveða félagsgjald hverju sinni.

6. grein. Dagskrá aðalfundar.

  1. Formaður setur fundinn
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  5. Lagabreytingar
  6. Ákveðið félagsgjald næsta árs
  7. Kosning stjórnar
  8. Önnur mál

7. grein. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi. Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða.

8. grein. Verði félagið lagt niður skulu eigur þess varðveittar í 2 ár hjá ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri. Verði samskonar félag stofnað í bænum innan þess tíma getur það yfirtekið eignirnar. Að öðrum kosti renna þær til ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri.

9. grein. Félagsmenn skulu hlíta reglum félagsins í einu og öllu. 

10. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi og falla jafnframt úr gildi öll eldri lög félagsins.


Lög ÁLKA á pdf-formi (eftir er að uppfæra 5. greinina í pdf-skjalinu)

Leit