ÁLKA
Áhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar 

Fundir - Fræðsla - Ferðir  ...og margt fleira! 

Félagið er opið öllu áhugafólki um ljósmyndun og engar kröfur eru gerðar um tækjabúnað eða þekkingu til að geta verið með.

Hvað er á döfinni?

Ýmsir viðburðir eru haldnir reglulega, bæði til fróðleiks og skemmtunar.

Félagar í ÁLKA geta fengið afnot af ljósmyndastúdíói klúbbsins.

Næst: Iðnaðarsafnið 9/4

Miðvikudaginn 9. apríl kl. 19 ætlum við að heimsækja Iðnaðarsafnið og skoða það undir leiðsögn Harðar Geirssonar. Upplifum nostalgíuna og tökum auðvitað fullt af myndum.

Félagsstarfið

Félagsstarfið er fjölbreytt. Auk almennra funda með myndasýningum, spjalli og fjölbreyttum viðfangsefnum er gjarnan farið í ljósmyndaleiðangra þegar færi gefst.

Ljósmyndastúdíó ÁLKA

Í félagsaðstöðu klúbbsins er vel búið ljósmyndastúdíó, sem félagar geta fengið afnot af gegn vægu gjaldi. Allir skráðir og skuldlausir félagar geta bókað tíma í stúdíóinu.
Leit