ÁLKAÁhugaljósmyndaraklúbbur Akureyrar
Fundir - Fræðsla - Ferðir ...og margt fleira!
Félagið er opið öllu áhugafólki um ljósmyndun og engar kröfur eru gerðar um tækjabúnað eða þekkingu til að geta verið með.
Hvað er á döfinni?
Ýmsir viðburðir eru haldnir reglulega, bæði til fróðleiks og skemmtunar.
Félagar í ÁLKA geta fengið afnot af ljósmyndastúdíói klúbbsins.
Næst: Jólafundur 4. des.
Miðvikudaginn 4. desember kl. 19:30 verður jólafundurinn okkar haldinn, með hefðbundnum hætti. Fundurinn verður í húsnæði Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23.
Félagsstarfið
Félagsstarfið er fjölbreytt. Auk almennra funda með myndasýningum, spjalli og fjölbreyttum viðfangsefnum er gjarnan farið í ljósmyndaleiðangra þegar færi gefst.
Ljósmyndastúdíó ÁLKA
Í félagsaðstöðu klúbbsins er vel búið ljósmyndastúdíó, sem félagar geta fengið afnot af gegn vægu gjaldi. Allir skráðir og skuldlausir félagar geta bókað tíma í stúdíóinu.