Aðalfundur ÁLKA verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar 2024 klukkan 19:30 í húsnæði VG að Brekkugötu 5. Venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundar, skv. lögum klúbbsins:
1. Formaður setur fundinn.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Ákveðið félagsgjald næsta árs.
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál.
Stjórn ÁLKA leggur fram neðangreinda lagabreytingartillögu fyrir aðalfundinn:
Fyrsta málsgrein 5. greinar laga ÁLKA hljóðar svo:
"5. grein. Aðalfund skal halda árlega í febrúar og skal hann boðaður með minnst tíu daga fyrirvara."
Lagt er til að fyrsta málsgrein 5. greinar laganna verði svohljóðandi eftir breytingu:
"5. grein. Aðalfund skal halda árlega fyrir febrúarlok og skal hann boðaður með minnst tíu daga fyrirvara."
Aðrar málsgreinar 5. greinar verði óbreyttar og aðrar greinar laganna sömuleiðis óbreyttar.
Ástæða þessarar breytingatillögu er sú að gefa kost á að halda aðalfundinn í janúar EÐA febrúar en ekki bara í febrúar eins og núverandi lög kveða á um.
Kveðja,
stjórnin