Vorferðin 26. maí

Vorferðin 26. maí

VORFERÐ FRESTAÐ TIL HAUSTS VEGNA DRÆMRAR ÞÁTTTÖKU!

Sælir félagar.

Eins og áður var auglýst er vorferðin næstkomandi sunnudag 26. maí og er veðurspáin frábær fyrir daginn.

Farið verður á Siglufjörð á einkabílum. Hittumst við BYKO kl. 12 og leggjum af stað kl. 12:15. Reynum að sameinast í bíla.

Á Siglufirði eigum við stefnumót kl. 14 við eigendur Beco í Reykjavík en þau hafa komið upp myndavélasafni staðsettu á Siglufirði. Það kostar ekkert inn en frjáls framlög eru vel þegin í kassa á staðnum. Reikna má að við séum um klukkustund þar.

Eftir það ökum við að skógrækt þeirra Siglfirðinga og röltum þar um. 

Ath. Bakaríið á Siglufirði er lokað á sunnudögum og Torgið opnar kl. 18. Þess vegna er stefnan tekin á Kaffi Klöru á Ólafsfirði á bakaleiðinni, en þar lokar kl. 17 samkvæmt síðunni þeirra, og fáum okkur hressingu.

Tilvalið að taka með sér gesti / fjölskylduna og hafa gaman af.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku í síðasta lagi um hádegi á laugardag þar sem við þurfum að láta vita ca. fjöldann á safnið. Setjið athugasemd hér fyrir neðan, eða undir póstinn í Facebook-hópnum, ef þið ætlið að mæta í ferðina (ásamt fjölda gesta).

Kveðja,
stjórnin

Engin ummæli enn
Leit