Það var góður hittingur í stúdíóinu okkar fyrr í vikunni, þar sem Hilmar leiddi flotta fræðslu um stúdíóljós og myndatökur, sem Axel Þórhallsson og fleiri komu að og bættu í. Þar var Hilmar beðinn um að birta kennslumyndband í Lightroom sem hann gerði fyrir hjón sem voru að fá sér áskrift á forritið og voru óörugg í fyrstu. Í myndbandinu er farið í hvernig megi sækja myndirnar í Lightroom (e. Import), einfalda vinnslu og svo hvernig megi taka myndirnar út úr forritinu (e. Export). Myndbandið er einungis aðgengilegt í lokuðum hópi ÁLKA-félaga.
Þetta er upplagt myndband fyrir þau sem eru að stíga fyrstu skrefin í myndvinnslu með Ligthroom. Og fyrir þau sem eru komin yfir byrjunina þá er einnig aðgengileg í FB-hópnum upptaka af Lightroom-kynningu Sindra Swan, sem haldin var fyrr í vetur. Þar var farið ítarlegra yfir ýmsa möguleika í forritinu.
Þessu tengt þá er páskatilboð til 2. apríl hjá Hugbúnaðarsetrinu á ýmsum forritum frá Adobe. Meðal annars er gott tilboð á ársáskrift að "Photography plan", sem inniheldur Lightroom og Photoshop.