Tíðindi af aðalfundi

20-01-2025 2025 Fréttir

Sælir félagar.

Fréttir frá aðalfundi sem haldinn var 15. janúar sl.

Á fundinn mættu 16 manns.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum klúbbsins, samanber auglýsingu um aðalfund.

Fundarstjóri var Einar Guðmann og fundarritari Halla Gunnlaugsdóttir.

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.

Engar lagabreytingar.

Samþykkt var að hækka árgjaldið úr kr. 7.000,- í kr. 7.500,-.

Úr stjórn gengu Helga Gunnlaugsdóttir ritari og Valur Sæmundsson gjaldkeri. Í þeirra stað í stjórnina voru kjörin til tveggja ára Eydís Eyjólfsdóttir og Guðlaugur Halldórsson.

Jafnframt gekk Aníta Eldjárn úr stjórn eftir eitt ár af tveggja ára kjörtímabili, vegna flutninga úr bænum, og í hennar stað var Emil Valgarðsson kjörinn.

Ný stjórn hefur nú fundað og skipt á milli sín verkum.

Hafdís G. Pálsdóttir, formaður

Eydís Eyjólfsdóttir, gjaldkeri

Hilmar Friðjónsson, ritari

Emil Valgarðsson, meðstjórnandi

Guðlaugur Halldórsson, meðstjórnandi

Stjórnin er komin með drög að dagskrá fram á vorið sem sagt verður frá fljótlega.

Kveðja,
stjórnin

Engin ummæli enn
Leit
×