Tíðindi af aðalfundi

Tíðindi af aðalfundi

03-03-2024 2024 Fréttir

Sælir félagar,

á aðalfundi ÁLKA þann 1. febrúar sl. urðu þær breytingar á stjórn klúbbsins að Aníta Eldjárn var kjörin í stjórnina í stað Heiðrúnar Ástu Torfadóttur, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hafdís G. Pálsdóttir og Hilmar Friðjónsson voru endurkjörin.

Aníta er boðin hjartanlega velkomin og Heiðrúnu eru færðar bestu þakkir fyrir sín störf undanfarin ár. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Hafdís G. Pálsdóttir áfram formaður, Helga Gunnlaugsdóttir ritari og Valur Sæmundsson gjaldkeri. Hilmar og Aníta eru meðstjórnendur.

Á fundinum var líka samþykkt að árgjald fyrir yfirstandandi ár skyldi vera óbreytt, 7000 krónur. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka í dag og við bætist 135 kr. seðilgjald. Engir dráttarvextir eða annar kostnaður mun bætast við þó að greitt sé eftir eindaga. Endilega látið okkur vita ef þið fáið engan greiðsluseðil.

Eftir að hefðbundnum aðalfundarstörfum lauk var hulunni síðan svipt af þessum nýja vef ÁLKA. Með tilkomu hans verður vonandi hægt að miðla upplýsingum til félaga með skilvirkari hætti en áður og auka sýnileika klúbbsins út á við. Lagt er upp með að hafa vefinn einfaldan, léttan og viðhaldslítinn í rekstri.

Vonum við að félagar taki vefnum fagnandi. Allar ábendingar og athugasemdir að sjálfsögðu vel þegnar.

Kveðja,

stjórnin

Engin ummæli enn
Leit