Í kvöld sýndi Sindri Swan okkur ýmsa áhugaverða hluti í Lightroom. Kynningin var tekin upp og er hlekkur á myndbandið aðgengilegt félögum ÁLKA.
Hann fór lauslega yfir grunnatriðin í LRC og kynnti síðan ýmis tips og tricks sem liggja ekki alltaf beint fyrir manni, svo sem nýja HDR flipann og fleira spennandi.
Þetta var mjög lærdómsríkt og óhætt að segja að allir hafi farið fróðari heim.
Aldrei að vita nema að við getum svo í kjölfarið platað Sindra til að halda námskeið!
Engin ummæli enn