Myndataka í lítilli birtu - 11. febrúar

Myndataka í lítilli birtu - 11. febrúar

Nú er febrúar að taka völdin og verðum við með tvo viðburði í mánuðinum. Sá fyrri er útifundur þriðjudaginn 11. febrúar en sá seinni verður workshop/fræðsluspjall á netinu, 25. febrúar.

Dagsetning: 11. febrúar - Myndataka í myrkri/lítilli birtu.

Staður: Ráðhústorg (fyrir utan Landsbankann).

Tími: Mæting kl. 19:30 - Verðum +1 klukkustund að mynda og spjalla saman.

Ráðleggingar - Hilmar Friðjónsson segir:

Komdu með myndavélina þína, þrífót, góð föt og góða skapið. Ef einhver á fleiri en einn þrífót, þá endilega komdu með hann líka (gott að hafa auka-fætur ef einhver kemur sem á ekki slíkan grip). Ef einhverjir eiga fjarstýringu þá takið hana líka með og ef menn vilja æfa sig með flassmyndatökur í lítilli birtu, þá er velkomið að koma með það.

Man ekki eftir fleiru en bætið við í athugasemdum ef ykkur finnst ég hafa gleymt einhverju.

Engin ummæli enn
Leit