Ljósmyndaganga laugardaginn 5. október

Ljósmyndaganga laugardaginn 5. október

Sælir félagar.

Laugardaginn 5. október hefjum við vetrarstarfið okkar, sem er sama dag og alþjóðlega Scott Kelby gangan.

Hittumst við Strandgötu 23 (húsnæði Ferðafélags Akureyrar) kl. 10:45 og röltum af stað kl. 11.

Tryggvi Marinósson mun slást í hópinn og leiða okkur um Oddeyrina.

Tryggvi er uppalinn á Eyrinni og mun eflaust geta bent okkur á ýmislegt sem verður á vegi okkar og segja sögur, jafnt sannar sem ósannar.

Reiknum með að gangan taki tæpar tvær klukkustundir, allt eftir veðri og vindum.

Það er auðvitað engin skylda að mæta með myndavél - að sjálfsögðu er velkomið að mæta og njóta útiveru, félagsskapar og fróðleiks! Endilega takið með ykkur gesti.

Kveðja,
stjórnin.

Engin ummæli enn
Leit