Kristín Björk Ingólfsdóttir sýnir í Hrísey

Kristín Björk Ingólfsdóttir sýnir í Hrísey

28-03-2024 2024 Fréttir

Tinnitus hrjáir marga. Einstaklingur með hann heyrir sífellt hljóð.  Aldrei þögn. Einn úr hópi Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar hefur haft Tinnitus lengi. Þetta er hún Kristín Björk Ingólfsdóttir.

Nú sameinar hún áhugamálið sitt (ljósmyndunina) og leiðinlega ferðafélagann sinn (Tinnitus) og heldur ljósmyndasýningu í Sæborg Hrísey um páskahelgina. Þar sýnir hún myndir af einstaklingum sem kljást við Tinnitus og leyfir gestum að upplifa hljóðin sem þeir heyra.

Hvernig væri að taka sér rúnt um helgina og kíkja á sýningu hennar? Alltaf gaman að kíkja í Hrísey og nú er sko tilefni. Gætuð fengið ykkur gott í gogginn í Verbúðinni í leiðinni.

Áætlun ferjunnar

Verbúðin 66 á Facebook

Engin ummæli enn
Leit