Kæru félagar,
jólafundurinn okkar verður með hefðbundnu sniði, að sjálfsögðu.
Við gæðum okkur á heitu súkkulaði að hætti Sigurgeirs og hver og einn leggur til eitthvað smávegis á sameiginlegt hlaðborð, til að maula með súkkulaðinu.
Myndasýning er líka fastur liður á jólafundi og bjóðum við þeim sem það vilja að senda inn uppáhaldsmyndir sínar frá árinu sem er að líða - hámark fimm myndir á mann - sem við skoðum saman.
Sendið myndirnar ykkar til Hilmars á netfangið hilmar.fridjonsson@vma.is og setjið "Jólafundur" í efnislínuna.
Myndum skal skilað í síðasta lagi á mánudag 2. des.
Fundurinn verður haldinn í sal Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, miðvikudaginn 4. desember og hefst kl. 19:30.
Kveðja,
stjórn ÁLKA
Engin ummæli enn