Hilmar með drónanámskeið

Hilmar með drónanámskeið

Í morgun var Hilmar Friðjónsson með skemmtilegt örnámskeið um dróna í VMA. Hann sýndi okkur nokkra dróna og sagði frá eiginleikum þeirra og ræddi líka um ýmis lagaleg og siðferðileg mál sem varða myndatökur með dróna.

Á meðan gæddu gestir sér á kaffi og kleinum og síðan var haldið út undir bert loft, þar sem fólk gat prófað að fljúga.

Það kveikti í ansi mörgum og næsta víst að margir viðstaddra fengu alveg nýja sýn á möguleika til myndatöku - og drónaeigendum í ÁLKA mun sannarlega fjölga í kjölfarið!

Engin ummæli enn
Leit