Heimsókn í mótorhjólasafnið

Heimsókn í mótorhjólasafnið

Sæl öll.

Næstkomandi miðvikudagskvöld 13. mars ætlum við að hittast á Mótorhjólasafninu við Krókeyri og mynda mishraðskreið hjól sem eru með miklu krómi og einstaklega glæsileg.

Mikið af skemmtilegu myndefni fyrir alla og tækifæri til að draga fram macrolinsuna og mynda vélar, ljós, púströr og allt hitt.

Húsið verður opnað klukkan 19:00 og við fáum að leika lausum hala þar til ljósin verða slökkt.

Fjölmennum.

Kveðja,
stjórnin.  

Engin ummæli enn
Leit