Heimsókn á Iðnaðarsafnið 9. apríl

Heimsókn á Iðnaðarsafnið 9. apríl

Skoðum safnið undir leiðsögn Harðar Geirssonar og tökum myndir.

Sælir ágætu félagar ÁLKA.

Næstkomandi miðvikudag, 9. apríl kl 19:00, munum við hittast við Iðnaðarsafnið og eiga smá stund saman undir leiðsögn Harðar Geirssonar frá Minjasafni Akureyrar.

Á Iðnaðarsafninu er margt muna úr sögu Akureyrar enda var Akureyri iðnaðarbær og er kannski enn. Þarna er margt kunnuglegt sem gaman væri að mynda og birta síðan í birtu nostalgíunnar.

Endilega takið myndavélina með, einnig væri gott að taka þrífót ef taka á mynd á tíma.

Engin ummæli enn
Leit