Þá er komið að fyrsta viðburði ársins.
Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 17. janúar í húsnæði VMA, gengið inn að vestan, og hefst klukkan 19.
Í fyrri hluta fundarins ætlar Linda Ólafsdóttir að spjalla við okkur um myndvinnslu. Hún tekur allar sínar myndir á jpg-sniði og vinnur þær þannig. Er hægt að sannfæra hana um að það sé betra að taka og vinna myndirnar í raw? Og þá hvers vegna?
Síðan ætlar Benedikt Sigurgeirsson, sem rekur ljosmyndaprentun.is, að segja okkur frá sinni vinnu varðandi prentun og frágang á myndum, tala um mismunandi tegundir af pappír og á hvernig formi best er að skila inn myndum til útprentunar, svo eitthvað sé nefnt.
Bestu kveðjur
stjórnin
Engin ummæli enn