Fimmtudaginn 4. apríl ætlar Daníel Starrason að fræða okkur um svarthvíta ljósmyndun og myndvinnslu.
Daníel Starrason starfar sem atvinnuljósmyndari og lauk ljósmyndanámi frá Medieskolerne í Danmörku árið 2015.
Daníel er snillingur í svarthvítum Portraits og hefur meðal annars gert ljósmyndaseríu af íslensku tónlistarfólki.
Einnig mun Daníel sýna okkur ljósmyndir eftir sig, gefa ráð og svara tæknilegum spurningum.
Fundurinn verður haldinn í VMA og hefst kl. 19.
ATH: Við verðum ekki í sömu stofu og vanalega, en þó gengið inn að vestan. Verðum í stofu C04 - leiðbeiningar verða á staðnum.
Í hópnum okkar á Facebook er búið að stofna viðburð fyrir þennan fund og þau ykkar sem eruð þar eruð hvött til að merkja við mætingu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja,
stjórnin.