Stjórn ÁLKA hefur tekið þá ákvörðun að breyta gjaldskrá fyrir afnot af stúdíói félagsins á þann veg að hækka gjald á árskortum úr 20.000 kr. í 25.000 kr. og gildir þessi hækkun frá 1. janúar 2024. Önnur gjöld breytast ekki.
Árskortshafar eru með aðgang að stúdíói okkar alla daga í 12 mánuði frá kaupdegi, þó með þeim takmörkunum að hver einstaklingur getur aðeins bókað stúdíóið í 4 klst. á dag, til þess að sem flestir geti fengið tíma. Þessir skilmálar hafa verið óformlegir og óskráðir en verða núna formlegir.
Þó er leyfilegt að bóka áframhaldandi tíma til viðbótar þessum 4 klst., ef stúdíóið er laust og sú viðbótarbókun er gerð í mesta lagi tveimur sólarhringum fyrir bókaðan dag.
Bestu kveðjur,
stjórnin
Engin ummæli enn